<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég er orðin einkabarn. Katla er í Barcelona að reyna við Ramon og ég er hér að undirbúa skólabókakaup og ég er strax farin að kvíða fyrir stúdentsprófum.

Í gær átti ég tveggja ára sambandsafmæli, það er gaman að vera ógeð og rómó.

Menningarnótt var fín, gerði margt mjög menningarlegt eins og að skoða sýninguna þeirra Sölva og Viktors í Gallerí Tukt, þeir eru mjög hæfileikaríkir ungir menn.
Svo var flugeldasýningin ógeðslega flott, en mér leið svo ótrúlega gimpalega að standa þarna innan um allt fólkið sem öskraði "VÁÁÁÁÁÁ" og hló þegar stóru flugeldarnir sprungu. Það mest gimpy er þó að klappa. Þegar flugeldasýningin var búin og allir stóðu meðfram sjónum og klöppuðu þá bara...já. Ég er alls ekki að segja að ég sé yfir klapp hafin, ég klappa nú alveg eftir tónleika, leikhússýningar, ræður og annað slíkt, en mér líður alltaf eins og ég gæti alveg eins staðið upp og öskrað "Já Hildur ánægð já". Pælið bara í því, að skella höndunum saman í hrifningu er alveg einstaklega gimpy.

Gott að vera loksins búin að koma þessu frá mér. Næst á listanum er að kaupa skólabækur! Og nóg af þeim!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?